Fyrsta fréttabréf stjórnar

Kæru félagar Nú hefur ný stjórn verið starfandi frá síðasta aðalfundi í október á síðasta ári. Fyrir þá sem misstu af nýrri skipan í stjórn þá verma eftirfarandi rassar stjórnarsessurnar: Björk Hólm Þorsteinsdóttir (formaður) – Bókasafn Dalvíkurbyggðar Þórdís Friðbjörnsdóttir (gjaldkeri) – Héraðsbókasafn Skagfirðinga Katharina Schneider (ritari) – Héraðsbókasafn Blönduósi Hólmkell Hreinsson (meðstjórnandi) – Amtsbókasafnið Akureyri Hrönn Hafþórsdóttir (meðstjórnandi) – Bókasafn Fjallabyggðar   Stjórnin hefur ekki setið auðum höndum þó lítið hafi heyrst frá okkur til þessa. Við norðanmenn og konur höfum fundað mánaðarlega á fjarfundum síðan í október og farið yfir ýmis mál. Til að halda ykkur, félagsmönnum okkar og kollegum upplýstum ætlum við héðan af að senda frá okkur regluleg  fréttabréf líkt og það sem hér er ritað. Í kjölfar líflegra umræða á síðasta aðalfundi félagsins í ákvað nýskipuð…

Continue ReadingFyrsta fréttabréf stjórnar