Kæru félagar.
Það styttist í aðal- og vorfund en fundirnir verða haldnir dagana 9. og 10. maí nk. í Kvikunni – auðlinda- og menningarhúsi í Grindavík, Hafnargötu 12a.
Aðalfundur verður haldinn á fimmtudeginum og hefst kl. 13:00 og óvissuferð og hátíðarkvöldverður í kjölfarið á fundinum.
Dagskrá aðalfundar verður hefðbundin:
• Skýrsla formanns
• Reikningsuppgjör sl. árs
• Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs
• Fjárhagsáætlun
• Önnur mál
Föstudaginn 10. maí verður síðan fjölbreytt vorfundardagskrá og hefst hún kl. 9:00. Dagskráin er enn í vinnslu, en hún verður bæði praktísk, hlaðin jákvæðni og sköpunargleði fyrir okkur og vinnustaðinn. Miðað er við að dagskrá vorfundar ljúki kl. 16:00.
Hver sér um sín ferðalög og gistingu.
Til að hafa hugmynd um þátttöku er hér skráningareyðublað
https://docs.google.com/…/1FAIpQLSex0sMWbRb7V9h_yI…/viewform
Þátttökugjald vorfundar er óbreytt frá fyrra ári 15.000 kr.
Með von um að sjá ykkur sem flest
Bestu kveðjur,
Stjórnin