SFA

Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna

Lög félagsins

I. kafli.
Nafn og varnarþing.

1. gr.
Nafn félagsins er Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna (SFA). Á ensku Organization of Public Library Directors in Iceland.

2.gr.
Heimili félagsins og varnarþing er hjá gjaldkera hverju sinni.

II. kafli.
Markmið og tilgangur.

3.gr.
Markmið félagsins eru:

a) að vera samstarfsvettvangur forstöðumanna almenningsbókasafna á Íslandi.
b) að koma fram fyrir hönd félagsins í málefnum sem varða hagsmuni almenningsbókasafna.
c) að fjalla um þau mál sem snerta starfssvið almenningsbókasafna.
d) að fylgjast með lagasetningum og nýjungum á sviði almennings-bókasafna.
e) að standa fyrir fræðslu, námskeiðum og ráðstefnum um málefni almenningsbókasafna.
f) að stuðla að opinberri umræðu um almenningsbókasöfn.
g) að vinna að þróun og eflingu íslenskra almenningsbókasafna.
h) að eiga samstarf við félög forstöðumanna almenningsbókasafna erlendis.

III. kafli.
Aðild og úrsögn.

4. gr.
Félagar geta þeir orðið sem veita almenningsbókasöfnum forstöðu og starfa hjá sveitarfélagi sem hefur skipulagða bókasafnsþjónustu. Auk þess geta safnstjórar útibúa almenningabókasafna og forstöðumenn Hljóð-bókasafns Íslands og Bókasafns Norræna hússins gerst fullgildir félagar. Með aðild að félaginu fylgir eitt atkvæði. Forstöðumanni er heimilt að senda staðgengil sinn á aðalfund félagsins og fylgir þá atkvæðisrétturinn honum. Úrsögn úr félaginu tekur gildi á næsta aðalfundi. Ef árgjöld eru ekki greidd tvö ár í röð jafngildir það úrsögn.
Hætti félagi aðild á hann ekki kröfu á hendur félagsins. Félagar sem komnir eru á eftirlaun geta verið áfram í félaginu óski þeir þess. Þeim er heimilt að sitja fundi með tillögurétt en án atkvæðisréttar. Þeir greiða ekki félagsgjald. Um eftirlaunafélaga gilda að öðru leyti sömu reglur og um aðra félaga.

IV. kafli.
Stjórn félagsins og kosningar.

5. gr.
Stjórn SFA skal skipuð þremur félögum og einum varamanni. Stjórn skal kjörin til tveggja ára í senn. Að lokinni kosningu á aðalfundi skiptir nýkjörin stjórn með sér verkum formanns, varaformanns og ritara og gjaldkera. Ef einn stjórnarmanna hættir skal varamaður taka sæti hans fram að næsta aðalfundi.
Stjórn stýrir öllum málefnum og rekstri félagsins milli aðalfunda, sér um að framfylgja markmiðum félagsins (sbr. 3. gr.) og kemur fram fyrir hönd þess.

6. gr.
Formaður boðar til stjórnarfunda. Hver stjórnarmaður getur krafist stjórnarfundar og skal formaður boða til hans innan viku frá því beiðnin kemur fram.

7. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.

V. kafli.
Félags- og aðalfundir.

8. gr.
Almennir félagsfundir skulu haldnir tvisvar á ári, vor og haust. Vorfundur skal tengjast aðalfundi félagsins.

9. gr.
Æðsta vald félagsins er í höndum aðalfundar. Aðalfund skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert, samhliða vorfundi. Til hans skal boðað skriflega með minnst 30 daga fyrirvara. Sama á við um boðun aukaaðalfundar.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

1. Skýrsla formanns.
2. Reikningsuppgjör.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning þriggja stjórnarmanna og eins varamanns til tveggja ára.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna til tveggja ára.
6. Fjárhagsáætlun og ákvörðun um félagsgjald.
7. Önnur mál.

Aukaaðalfund má halda að beiðni stjórnar eða 1/3 hluta félaga.
Aðalfundir og aukaaðalfundir eru löglegir ef löglega er til þeirra boðað.

VI. kafli.
Önnur ákvæði.

10. gr.
Lögum félagsins verður ekki breytt nema á lögmætum aðalfundi eða aukaaðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn 14 dögum fyrir boðaðan aðalfund eða aukaaðalfund og sendar félögum til kynningar með fundarboði. Lagabreytingar þarf að samþykkja með 3/4 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi eða aukaaðalfundi.

11. gr.
Félaginu má slíta ef 2/3 fullgildra félaga samþykkja það á aðalfundi eða aukaaðalfundi. Eignir félagsins renna til Upplýsingar: félags bókasafns- og upplýsingafræða.

12. gr.
Lög þessi öðlast gildi 26 apríl 2018.

SFA Merkið

Merki og Barmmerki

Á vorfundi forstöðumanna almenningsbókasafna 1993 sem haldinn var í Vestmannaeyjum var skipaður starfshópur um merki fyrir íslensk alemnningsbókasöfn. Starfshópurinn kynnti niðurstöður sinar á haustfundi í Grindavík sama ár og í framhaldi af því var ákveðið að láta teikna nýtt merki fyrir söfnin. Einnig var ákveðið að vinna samhliða að vegskilti í samvinnu við Vegagerðina. Það var svo á Landsfundi bókavarða í Munaðarnesi í september 1995 að merkið var kynnt og samþykkt. Jón Ágúst Pálmason hannaði það og lýtur vegskiltið reglum Vegagerðarinnar um útlit en litirnir í litaútgáfu merksins eru táknrænir fyrir hina gömlu og virðulegu leðurinnbundnu bók til lífs- og litagleði ungviðisins.

Öllum bókasöfnum á Íslandi er heimilt að nota merkið.

Um notkun vegskiltisins gilda reglur Vegagerðarinnar.

Barmmerki


Barmmerki með merki almenningsbókasafna er m.a. hægt að panta hjá Skilti og merkingar, Efstaleiti 28, 230 Reykjanesbær.
Borgar Ólafsson s. 421-1225, fax 421-4425, netfang [email protected]