Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna

Samtökin voru stofnuð 6. maí 1999 á vorfundi í Borgarnesi.

Árið 1984 var stofnað Félag forstöðumannan almenningsbókasafna þann 29. september í Bókasafni Seltjarnarness. Mættir voru 17 bókaverðir víðsvegar af landinu og fyrstu stjórn þess skipuðu Hrafn Harðarson, Kópavogi, Erla Jónsdottir, Garðabæ og Steingrímur Selfossi. Starfsemi félagsins lagðist af en forstöðumenn héldu áfram að hittast í óformlegu samstarfi þar til SFA var stofnað 1999.

Fyrsta fréttabréf stjórnar

Kæru félagar Nú hefur ný stjórn verið starfandi frá síðasta aðalfundi í október á síðasta ári. Fyrir þá sem misstu af nýrri skipan í stjórn

Nánar

Útsendir reikningar 2019

Á aukaaðalfundi sem haldinn var 24. nóvember 2017 var ákveðið að reikningsár félagsins yrði almanaksárið og því hafa reikningar fyrir árin 2018 og 2019 verið

Nánar
SFA Merkið

Merki og Barmmerki

Á vorfundi forstöðumanna almenningsbókasafna 1993 sem haldinn var í Vestmannaeyjum var skipaður starfshópur um merki fyrir íslensk alemnningsbókasöfn. Starfshópurinn kynnti niðurstöður sinar á haustfundi í Grindavík sama ár og í framhaldi af því var ákveðið að láta teikna nýtt merki fyrir söfnin. Einnig var ákveðið að vinna samhliða að vegskilti í samvinnu við Vegagerðina. Það var svo á Landsfundi bókavarða í Munaðarnesi í september 1995 að merkið var kynnt og samþykkt. Jón Ágúst Pálmason hannaði það og lýtur vegskiltið reglum Vegagerðarinnar um útlit en litirnir í litaútgáfu merksins eru táknrænir fyrir hina gömlu og virðulegu leðurinnbundnu bók til lífs- og litagleði ungviðisins.

Öllum bókasöfnum á Íslandi er heimilt að nota merkið.

Um notkun vegskiltisins gilda reglur Vegagerðarinnar.

Barmmerki


Barmmerki með merki almenningsbókasafna er m.a. hægt að panta hjá Skilti og merkingar, Efstaleiti 28, 230 Reykjanesbær.
Borgar Ólafsson s. 421-1225, fax 421-4425, netfang [email protected]