Greinar

Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna

Lesandinn í öndvegi

Nota á lesandann til að fá upplýsingar um bókina, ekki alltaf hafa höfundinn og bókina í aðalhlutverki heldur lesendur bókarinnar. Lesandinn í öndvegi. Hún nefndi líka að tengsl við höfund verksins væri ekki aðalatriðið og getur í mörgum tilfellum eyðilagt þau tengsl sem lesandinn hefur myndað við höfundinn í gegnum verk hans. Margir lesendur vilja heldur alls ekki þessi nánu tengsl.

Rachel sýndi okkur fullt af bókamerkjum með slagorðum og renningum með lista yfir bækur t.d. um ákveðið efni. Books about people more misreable than me (bækur um fólk sem hefur það ver en ég), books to help me through illness (bækur til að hjálpa mér gegnum veikindi), books that make me smile, cry etc. (bækur sem fá mig til að brosa, gráta o.frv.)

Lesendur hjálpa lesendum. Virkja lesendur t.d. á þann hátt að þeir gefi öðrum lesendum ráð varðandi bækur um ákveðið efni eða af ákveðinni tegund, t.d. fyndnar léttlestrarbækur.

Lestrarátak (Surprise): Bókum stillt upp í brúnum bréfpokum, þannig að lánþegar viti ekki hvað bækur eru í pokunum. Á pokunum stendur: Do you dare? (Þorir þú?) Hugmyndin er að fólk leyfi starfsmönnum safnsins að koma sér á óvart.

Þetta lestrarátak byrjaði fyrir mistök á mjög skemmtilegan hátt. Starfsmaður heimsendingaþjónustu víxlaði óvart bókum tveggja lánþega, sem hann hafði valið fyrir þá. Annar af þessum lánþegum hringdi stuttu seinna og þakkaði fyrir bestu lesningu í 20 ár. Bækur sem valdar eru fyrir fólk vilja nefnilega oft verða einsleitnar.

Þetta átak hentar ekki síður fyrir ungt fólk sem er kannski öllu djarfara en það eldra og auðvitað eru möguleikarnir margir.

Rachel sýndi okkur bækling sem var í raun bókamatseðill. Hvaða bækur henta sem forréttur, hverjar sem aðalréttur, eftirréttur og drykkir. Books full of juicy words.

Hún sýndi okkur einnig renninga/spjöld með úrvali af bókum sem tilvalið er að lesa á ákveðnum stöðum; bækur til að lesa í eldhúsinu – bækur til að lesa í stofunni – bækur til að lesa í rúminu – bækur til að lesa í baðinu/inn á baðherbergi o.s.frv.

Get your teeth into this

Get the taste of reading (bresk slagorð)

Flestir Bretar borða samloku í hádeginu, að sögn Rachel. Þau fóru í samstarf við sölumenn, létu búa til ódýra samlokupoka með slagorðunum á og nánari upplýsingum um söfnin.

Rachel starfrækir vef, openingthebook.com, þar sem almennir lesendur geta skrifað um þær bækur sem þeir eru að lesa. Kosturinn við þennan vef er að öll umfjöllun er stutt og létt, þ.e.a.s. það er ekki verið að skrifa um bækurnar út frá kenningum og á háfleygu fræðimáli heldur máli sem allir skilja. Readers develpment (þó eru ekki allir lesendur sem vilja deila lestrarreynslu sinni með öðrum). Þetta virkar eins og hvatning en ekki endilega umfjöllun um verkin sem slík. Þetta er líka oftast bækur sem eru ekkert í umræðunni og einmitt út á þetta ganga námskeið Rachel mikið, þekktar bækur þurfa ekki umfjöllun, en hinar vilja týnast í hillum bókasafnanna. Markmiðið er að koma þeim í umræðuna og vekja áhuga fólks á þeim. Þetta er t.d. hægt að gera með því að stilla þeim upp.

Þá skilar meðmæli með bók miklu áleiðis og getur jafnvel komið henni á metsölulista eftir einhver ár. T.d. geta lesendur límt gula miða með athugasemdum fremst í bókina og helst að láta miðana standa út úr svo þeir veki forvitni. Það er nóg að skrifa kannski “Mér finnst þetta frábær bók sem kom mér í verulega gott skap” eða “Þessa leggur maður ekki frá sér fyrr en að lestri loknum.”

Rachel nefndi bókina Captain Corelli´s Mandolin, en fólk fór að hvíslast á um hana (a whisper book), hún varð þekkt og komst á metsölulista tveimur árum eftir að hún var gefin út.

Á openingthebook.com getur fólk líka fengið upplýsingar um bækur eftir ákveðnum formúlum, þ.e. þú getur tilgreint hvort hún á að vera fyndin eða sorgleg, með eða án kynlífs, spennandi eða ekki o.s.frv. og þegar búið er að velja birtist listi yfir þær bækur sem lýsingin passar við.

Ýmsar hugmyndir sem Rachel nefndi:

Að mynda lesendur með uppáhaldsbókinni sinni og hengja upp á vegg. Mynda lesendur og hafa ljósmyndir af bókunum sér, láta gesti safnsins giska á hver sé að lesa hvað.

Í einum smábæ í Bretlandi vissi fólkið ekki hvar bókasafnið var. Sett var upp skilti í bankanum á staðnum sem á stóð: Langar þig að vita hvaða bók bankastjórinn er að lesa? Þú kemst að því á bókasafninu!
Bookchain/bókakeðja: Mynda lestrarhópa, t.d. með fjórum þátttakendum í hverjum og enginn á að vita af hverjir hinir eru. Þau leggja öll fram eina bók í keðjuna, skrifa athugasemdir um hana á ákveðið blað sem fylgir hverri (eða bara gula miða) og þannig sækir hver lesandi smá saman allar bækurnar fjórar, les þær og skrifar um þær fyrir hina. Slíkar athugasemdir auka skilning fólks, en allir hittast svo í lokin og geta þá rætt nánar um bækurnar. Auðvitað eru margir leshringir til en þessi hugmynd er bara til að auka spennuna.
Hlátur-Grátur. Í þessu átaki voru lánþegar fengnir til þátttöku, áttu að nefna bækur sem kölluðu fram grátur eða hlátur. Ákveðið tissue fyrirtæki tók þátt í átakinu með bókasafninu og hverri bók sem kallaði fram grátur fylgdi pakki af tissue.
Vínsmökkun og bókakynning. Fengu stórmarkað til að vera með vínkynningu á bókasafninu og um leið voru bækur frá viðkomandi löndum kynntar. Uppselt var á kynninguna og mikill hluti gestanna var fólk sem aldrei hafði komið á bókasafnið áður.
Ýmsar hugmyndir frá þátttakendum námskeiðsins:

Fá fastagesti heitu pottana til að koma á safnið og kynna sínar uppáhaldsbækur.

Sýna ferðabækur og skáldsögur frá viðkomandi löndum og leggja áherslu á að það er hægt að ferðast í huganum.

Fara í samstarf við Gestgjafann. Hvaða matur eða vín hentar vel með þessari bók?
Hvaða nammi er gott að narta í með þessari bók?
Fara í samstarf við Reiknistofu bankanna vegna auglýsinga á umslög. Langar þig að vita hvað bankastjórinn er að lesa?/Bankastjórinn les fleiri bækur en bankabækur. Allt um það á næsta bókasafni.

SFA Merkið

Merki og Barmmerki

Á vorfundi forstöðumanna almenningsbókasafna 1993 sem haldinn var í Vestmannaeyjum var skipaður starfshópur um merki fyrir íslensk alemnningsbókasöfn. Starfshópurinn kynnti niðurstöður sinar á haustfundi í Grindavík sama ár og í framhaldi af því var ákveðið að láta teikna nýtt merki fyrir söfnin. Einnig var ákveðið að vinna samhliða að vegskilti í samvinnu við Vegagerðina. Það var svo á Landsfundi bókavarða í Munaðarnesi í september 1995 að merkið var kynnt og samþykkt. Jón Ágúst Pálmason hannaði það og lýtur vegskiltið reglum Vegagerðarinnar um útlit en litirnir í litaútgáfu merksins eru táknrænir fyrir hina gömlu og virðulegu leðurinnbundnu bók til lífs- og litagleði ungviðisins.

Öllum bókasöfnum á Íslandi er heimilt að nota merkið.

Um notkun vegskiltisins gilda reglur Vegagerðarinnar.

Barmmerki


Barmmerki með merki almenningsbókasafna er m.a. hægt að panta hjá Skilti og merkingar, Efstaleiti 28, 230 Reykjanesbær.
Borgar Ólafsson s. 421-1225, fax 421-4425, netfang [email protected]