Fréttir

Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna

Aðalfundur 2018

Aðalfundur SFA 2018 verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl 2018 kl. 13:30 á CenterHotel Miðgarður, Reykjavík

Dagskrá aðalfundar:

• Skýrsla formanns
• Reikningsuppgjör sl. árs
• Lagabreytingar
• Kosning í stjórn
• Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs
• Fjárhagsáætlun og ákvörðun um félagsgjöld
• Önnur mál

Vorfundur verður haldinn föstudaginn 27. apríl og verður dagskrá hans auglýst fljótlega.

Kveðja,
Óskar, Lísa og Margrét

SFA Merkið

Merki og Barmmerki

Á vorfundi forstöðumanna almenningsbókasafna 1993 sem haldinn var í Vestmannaeyjum var skipaður starfshópur um merki fyrir íslensk alemnningsbókasöfn. Starfshópurinn kynnti niðurstöður sinar á haustfundi í Grindavík sama ár og í framhaldi af því var ákveðið að láta teikna nýtt merki fyrir söfnin. Einnig var ákveðið að vinna samhliða að vegskilti í samvinnu við Vegagerðina. Það var svo á Landsfundi bókavarða í Munaðarnesi í september 1995 að merkið var kynnt og samþykkt. Jón Ágúst Pálmason hannaði það og lýtur vegskiltið reglum Vegagerðarinnar um útlit en litirnir í litaútgáfu merksins eru táknrænir fyrir hina gömlu og virðulegu leðurinnbundnu bók til lífs- og litagleði ungviðisins.

Öllum bókasöfnum á Íslandi er heimilt að nota merkið.

Um notkun vegskiltisins gilda reglur Vegagerðarinnar.

Barmmerki


Barmmerki með merki almenningsbókasafna er m.a. hægt að panta hjá Skilti og merkingar, Efstaleiti 28, 230 Reykjanesbær.
Borgar Ólafsson s. 421-1225, fax 421-4425, netfang sogm@simnet.is