Köku- og persónuverndar stefna SFA

Það er stefna SFA að nota kökur sparlega og upplýsingum er ekki miðlað til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu, allar upplýsingar eru ópersónugreinanlegar og tímabundnar. Þegar vefur SFA er notaður verða til upplýsingar um heimsóknina. Þær upplýsingar eru einungis notaðar til þess að bæta þjónustu við notendur. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Continue ReadingKöku- og persónuverndar stefna SFA

Gott bókasafn – metnaðarmál allra sveitarfélaga

Sveitarfélögum ber að standa að þjónustu almenningsbókasafna.Það er greinilegt að löggjafinn telur afar mikilvægt að tryggja landsmönnum jafnt aðgengi að almenningsbókasöfnum landsins með lögum um almenningsbókasöfn.Í 1. grein laganna nr. 36/1997. segir m.a.:“ Allir landsmenn skulu eiga kost á að njóta þjónustu almenningsbókasafna. Er öllum sveitarfélögum skylt að standa að slíkri þjónustu í samræmi við þessi lög.”Treysti sveitarfélög sér ekki til að standa ein að rekstri almenningsbókasafns er þeim heimilt samkvæmt 3. grein laganna“að sameinast um rekstur”.Sveitarfélögum er einnig heimilt með ákveðnum skilyrðum samkvæmt 4. grein laganna að“sameina almenningsbókasafn og bókasafn grunnskóla”,.Slíkt er þó almennt ekki talið æskilegt nema í fámennari sveitarfélögum. Menningarmiðstöðvar og samkomustaður íbúannaLestrarfélögin gömlu, sem flest almenningsbókasöfn í dag byggja á, voru stofnuð af alþýðu fólks sem þyrsti í fróðleik og andlega skemmtan. Flest voru stofnuð kringum…

Continue ReadingGott bókasafn – metnaðarmál allra sveitarfélaga

Lesandinn í öndvegi

Nota á lesandann til að fá upplýsingar um bókina, ekki alltaf hafa höfundinn og bókina í aðalhlutverki heldur lesendur bókarinnar. Lesandinn í öndvegi. Hún nefndi líka að tengsl við höfund verksins væri ekki aðalatriðið og getur í mörgum tilfellum eyðilagt þau tengsl sem lesandinn hefur myndað við höfundinn í gegnum verk hans. Margir lesendur vilja heldur alls ekki þessi nánu tengsl. Rachel sýndi okkur fullt af bókamerkjum með slagorðum og renningum með lista yfir bækur t.d. um ákveðið efni. Books about people more misreable than me (bækur um fólk sem hefur það ver en ég), books to help me through illness (bækur til að hjálpa mér gegnum veikindi), books that make me smile, cry etc. (bækur sem fá mig til að brosa, gráta o.frv.) Lesendur hjálpa lesendum. Virkja lesendur t.d.…

Continue ReadingLesandinn í öndvegi

Skýrsla kynningarnefndar

Haustið 2007 tilnefndu Upplýsing og SFA, 6 félagsmenn í sameiginlega kynningarnefnd til að vinna að kynningu fyrir bókasöfn. Nefndarmenn voru: Barbara Guðnadóttir frá Bæjarbókasafni Ölfuss, formaður nefndarinnar, Hólmkell Hreinsson frá Amtsbókasafninu á Akureyri, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir frá Upplýsingadeild Orkustofnunar, Kristín Ósk Hlynsdóttir frá Safndeild Ríkisútvarpsins, Marta Hildur Richter frá Bókasafni Mosfellsbæjar og Þóra Gylfadóttir frá Bókasafns- og upplýsingaþjónustu Háskólans í Reykjavík. Nefndin hefur hist reglulega á fundum, staðið fyrir könnun meðal starfsfólks bókasafna og verðlauna- samkeppni um nýtt slagorð fyrir bókasöfn. Nefndin kynnti slagorðið „Heilsulind hugans“ á Degi bókarinnar. Í kjölfarið vann hún með fagaðilum á almannatengslastofunni Athygli að mótun kynningarefnis og -átaks fyrir bókasöfn. Í skýrslunni verður greint frá starfi nefndarinnar, niðurstöðum úr könnunum og tillögum um kynningarátak. YFIRLIT YFIR STARF NEFNDARINNAR Skoðanakönnun Nefndinni var falið að skoða möguleika á…

Continue ReadingSkýrsla kynningarnefndar