Fréttir

Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna

Dagskrárdrög Þýskalandsferðar

Nú eru dagskrárdrög Þýskalandsferðar komin og má sjá þau hér. Dagskrárdrögin eru birt með fyrirvara um breytingar.

Á næstu dögum/vikum munu nánari upplýsingar um tímasetningar, ferðaáætlun, greiðslur, styrki og fleira birtast.

Dagskrárdrög – birt með fyrirvara um breytingar

Þriðjudagur 21. mars
13.30 Koma á Hotel Leonardo Berlin Mitte.
15.00 Hella Klauser frá þýsku bókasafnasamtökunum flytur okkur erind sem hún nefnir: ‚Library structures and present issues in Germany‘. Frágengið en staðsetning ófundin. Í framhaldinu er ætlunin að halda aðalfund SFA.

Miðvikudagur 22. mars
10.00 “Louca & Oberholz GbR; Florian Schwarz fylgja okkur um bygginguna „Co-Working space “Rosenthaler Straße 72a. Sýnisferð í 2 hópum og svo sameiginlegur fyrirlestur: “Co-Working and libraries” (staðfest).
14.00 Frú Czerlinski, Stadtbibliothek Ingeborg-Drewitz : “Ten years of a library in a shopping center” (staðfest).

Fimmtudagur 23. mars
10.00 Birgit Schultz, Stadtbibliothek Philipp-Schäffer (staðfest).
13.00 Direktor Herr Degwitz : Grimme – Zentrum, Humboldt Universität. Þar verður áherslan á hugmyndafræði byggingarinnar og þarfir mismunandi notendahópa og sömuleiðis samþætting stafrænna miðla og fjölskylduvæns umhverfis (staðfest).
15.30 Frú Grün / AGB (America Gedenkbibliothek) Leiðsögn um safnið og fræðsla um hugmyndina að byggingunni. Hittumst í andyrinu. (staðfest).

Föstudagur 24. mars
10.00 Frau Gadasz-Merrill Stadtbibliothek Berlin-Mitte: Schiller Bibliothek (staðfest).

Föstudagur 24. mars / Laugardagur 25. mars
Bókamessan í Leipzig – Verið að vinna í skipulagi, en þar mun Soffía Gunnarsdóttir frá íslenska sendiráðinu m.a. taka á móti hópnum. Tímasetningar óstaðfestar.

Ferðumst fram og til baka með lest. Tekur um 90 mínútur. Ódýrara heldur en að bóka dýr hótel á þessum tíma.

Sunnudagur 26. mars
Heimferð

SFA Merkið

Merki og Barmmerki

Á vorfundi forstöðumanna almenningsbókasafna 1993 sem haldinn var í Vestmannaeyjum var skipaður starfshópur um merki fyrir íslensk alemnningsbókasöfn. Starfshópurinn kynnti niðurstöður sinar á haustfundi í Grindavík sama ár og í framhaldi af því var ákveðið að láta teikna nýtt merki fyrir söfnin. Einnig var ákveðið að vinna samhliða að vegskilti í samvinnu við Vegagerðina. Það var svo á Landsfundi bókavarða í Munaðarnesi í september 1995 að merkið var kynnt og samþykkt. Jón Ágúst Pálmason hannaði það og lýtur vegskiltið reglum Vegagerðarinnar um útlit en litirnir í litaútgáfu merksins eru táknrænir fyrir hina gömlu og virðulegu leðurinnbundnu bók til lífs- og litagleði ungviðisins.

Öllum bókasöfnum á Íslandi er heimilt að nota merkið.

Um notkun vegskiltisins gilda reglur Vegagerðarinnar.

Barmmerki


Barmmerki með merki almenningsbókasafna er m.a. hægt að panta hjá Skilti og merkingar, Efstaleiti 28, 230 Reykjanesbær.
Borgar Ólafsson s. 421-1225, fax 421-4425, netfang [email protected]