Stjórn SFA hefur falið vefhönnunarfyrirtækinu Núna ehf að hanna nýja vefsíðu fyrir Samtökin. Verið er að vinna í að flytja efni af gömlu síðunum yfir á þá nýju. Vefsíðan er hönnuð með það að markmiði að opnast auðveldlega í simum og öðrum snjalltækjum. Á haustfundi SFA sem haldinn verður föstudaginn 25. september verður vefsíðan kynnt félagsmönnum.
Merki og Barmmerki
Á vorfundi forstöðumanna almenningsbókasafna 1993 sem haldinn var í Vestmannaeyjum var skipaður starfshópur um merki fyrir íslensk alemnningsbókasöfn. Starfshópurinn kynnti niðurstöður sinar á haustfundi í Grindavík sama ár og í framhaldi af því var ákveðið að láta teikna nýtt merki fyrir söfnin. Einnig var ákveðið að vinna samhliða að vegskilti í samvinnu við Vegagerðina. Það var svo á Landsfundi bókavarða í Munaðarnesi í september 1995 að merkið var kynnt og samþykkt. Jón Ágúst Pálmason hannaði það og lýtur vegskiltið reglum Vegagerðarinnar um útlit en litirnir í litaútgáfu merksins eru táknrænir fyrir hina gömlu og virðulegu leðurinnbundnu bók til lífs- og litagleði ungviðisins.
Öllum bókasöfnum á Íslandi er heimilt að nota merkið.
Um notkun vegskiltisins gilda reglur Vegagerðarinnar.
Barmmerki
Barmmerki með merki almenningsbókasafna er m.a. hægt að panta hjá Skilti og merkingar, Efstaleiti 28, 230 Reykjanesbær.
Borgar Ólafsson s. 421-1225, fax 421-4425, netfang [email protected]