Haustið 2007 tilnefndu Upplýsing og SFA, 6 félagsmenn í sameiginlega kynningarnefnd til að vinna að kynningu fyrir bókasöfn.
Nefndarmenn voru: Barbara Guðnadóttir frá Bæjarbókasafni Ölfuss, formaður nefndarinnar, Hólmkell Hreinsson frá Amtsbókasafninu á Akureyri, Hrafnhildur Þorgeirsdóttir frá Upplýsingadeild Orkustofnunar, Kristín Ósk Hlynsdóttir frá Safndeild Ríkisútvarpsins, Marta Hildur Richter frá Bókasafni Mosfellsbæjar og Þóra Gylfadóttir frá Bókasafns- og upplýsingaþjónustu Háskólans í Reykjavík.
Nefndin hefur hist reglulega á fundum, staðið fyrir könnun meðal starfsfólks bókasafna og verðlauna- samkeppni um nýtt slagorð fyrir bókasöfn. Nefndin kynnti slagorðið „Heilsulind hugans“ á Degi bókarinnar. Í kjölfarið vann hún með fagaðilum á almannatengslastofunni Athygli að mótun kynningarefnis og -átaks fyrir bókasöfn. Í skýrslunni verður greint frá starfi nefndarinnar, niðurstöðum úr könnunum og tillögum um kynningarátak.
YFIRLIT YFIR STARF NEFNDARINNAR
Skoðanakönnun
Nefndinni var falið að skoða möguleika á að yfirfæra kynningarátak sem bandaríska bókavarðafélagið og IFLA stóðu fyrir. Ákveðið var að útbúa könnun til að fá viðbrögð starfsfólks bókasafna við þeirri hugmynd að nýta í átakið slagorð sem notað var í fyrrgreindu átaki: @ your library TM og gæti útlagst á íslensku sem @ [á eða hjá] bókasafninu þínu. Einnig voru svarendur beðnir um að láta í ljós skoðun sína um þá tillögu nefndar-manna að þau þrjú megingildi sem bókasöfnin vildu standa fyrir væru: framsækni, traust og upplifun.
Um netkönnun var að ræða og var hún kynnt starfsfólki bókasafna í byrjun nóvembermánaðar 2007. Send var tilkynning um könnunina á alla helstu póstlista sem vitað var um að starfsfólk bókasafna fengi og starfsmenn hvattir til að taka þátt og jafnframt láta fleiri vita af könnuninni. 126 svör bárust. Meðfylgjandi eru niðurstöður könnunarinnar en fyrsta spurningin lýtur að þeim megingildum sem bókasöfnin standi fyrir en 88,6% svarenda lýstu yfir ánægju sinni með gildin. 68,3% voru ánægð með slagorðið @ bókasafninu þínu en 15,9% voru ósáttir við slagorðið og bentu margir á að það gengi ekki eins vel upp á íslensku eins og á ensku. Nefndin var sammála þessu og var ákveðið í kjölfarið að nýta ekki kynningarefnið frá Banda- ríkjunum, heldur að efna frekar til samkeppni um nýtt slagorð fyrir íslensk bókasöfn.
Slagorðasamkeppni
Ákveðið var að efna til opinnar slagorðasamkeppni og kynna hana bæði um póstlista, á vefsíðum en ekki síður með fréttatilkynningum og viðtölum í dagblöðum og útvarpi. Kristín Rós Hákonardóttir á Bókasafni Mosfellsbæjar hannaði ennfremur veggspjald til að auglýsa samkeppnina á bókasöfnum og sem víðast. Yfir 1000 slagorð bárust og má sjá lista yfir slagorðin í aftast í skýrslunni. Nefndin ákvað að fá sérfræðing sér til aðstoðar við valið á besta slagorðinu og hafði samband við almannatengslastofuna Athygli. Starfsmaður stofunnar, Bryndís Nielsen aðstoðaði við val á besta slagorðinu og var það kynnt við hátíðlega athöfn á Degi bókarinnar þann 23. apríl 2008. Vinningstillagan kom frá Sveini Þorgeirssyni, nema í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og var hún svona: Bókasöfn – heilsulind hugans.Barbara Guðnadóttir, formaður nefndarinnar kynnti vinningstillöguna, ÁslaugÓlafsdóttir, formaður stjórnar SFA afhjúpaði skilti með slagorðinu og Sigrún Klara Hannesdóttir afhenti Sveini blómvönd og peningaverðlaun, en það voru Upplýsing og SFA sem veittu verðlaun að upphæð 100.000 krónu fyrir besta slagorðið.
Kynningarvefur bókasafna
Á fundum nefndarinnar var mikið rætt um að nauðsynlegt væri að hafa sameiginlegan vef sem nýst gæti til að miðla kynningarefni til safna og upplýsingum um starfsemi og viðburði á söfnunum. Vefurinn væri því hvort tveggja í senn, kynning safnanna út á við, þar sem gestir bókasafna hefðu aðgang að upplýsingum um staðsetningu, opnunartíma og viðburði síns safns og annarra og upplýsingavefur fyrir bókasöfn um efni sem til væri og gæti nýst við gerð kynningarefnis.
Bæjarbókasafn Ölfuss hefur verið með lénið www.bokasafn.is. Lénið hefur verið þess eðlis að mörgum hefur fundist hér átt við sitt safn, hvort sem það hefur verið almenningsbókasafn, skólasafn eða sérfræðisafn. Þannig hafa starfsmenn bókasafnsins fengið fyrirspurnir sem tengjast öðrum söfnum. Ennfremur hefur borið á því að starfsfólk bókasafna hafi sent fyrirspurn sem átt hefur að fara innan vinnu- staðarins, á netfangið [email protected]. Forstöðumaður Bæjarbókasafns Ölfuss leitaði eftir því við menningarnefnd Ölfuss, sem fer með málefni bókasafnsins, að lénið yrði afhent kynningarnefndinni til afnota fyrir kynningarátak fyrir bókasöfn. Erindið var samþykkt og notaði kynningarnefndin vefinn til að kynna starf nefndarinnar og þá aðallega slagorðasamkeppnina og niðurstöður hennar.
Nú er unnið að skipulagi og hönnun vefsins. Ragna Björk Kristjánsdóttir, nemií bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands hefur nýtt verkefnið, þ.e. nýja vefsíðu fyrir bókasöfn og vinnu kynningarnefndar í lokaverkefni sitt í náminu.
MÓTUN KYNNINGAREFNIS OG TILLÖGUR AÐ ÁTAKI
Í samstarfi við Bryndísi Nielsen hjá Athygli hefur verið skoðað hvernig best væri að móta kynningarefni fyrir bókasöfnin. Nefndin taldi réttast að fara strax í hönnun á lógói með hinu nýja slagorði fyrir bókasöfnin sem kynnt verður á skilafundi.
Vefurinn bokasafn.is
Nefndin leggur til að samið verði við Rögnu Björk Kristjánsdótitr um að vinna áfram að skipulagi og hönnun vefs bókasafna sem færi inn á lénið www.bokasafn.is. Ragna hefur unnið mikla undirbúningsvinnu, þekkir verkefnið vel og hefur áhuga á að vinna að þessu verkefni áfram. Yfirfæra þarf útlit og hönnun frá Athygli á vef bókasafnsins svo samræmi verði á öllu sem viðkemur kyninngarátakinu.
Kynningarefni
Nefndin leggur til að samið verði við almannatengslastofuna Athygli um að hanna kynningarefni sem bókasöfnin geta nýtt til að kynna sig og starfsemi sína. Kynningarnefnd hefur fengið kostnaðaráætlun fyrir nokkrar útfærslur af kynningarátaki. Nefndin telur mikilvægast að útbúið verði kynningarefni sem söfnin geti útfært eftir því sem þau álíta best. Þannig verði búin til einskonar sniðmát sem hægt verði að nálgast á vefnum www.bokasafn.is. Sniðmátin verði fyrir minni kynningarbæklinga og veggspjöld.
Ennfremur verður lógóið með slagorðinu aðgengilegt í nokkrum stærðum og gerðum.
Auk framangreinds verði síðan farið í stórt kynningarátak á ákveðnum tíma til að kynna bókasöfnin og nýja kynningarsíðu þeirra. Í átakinu verði rík áhersla lögð á að bókasöfnin taki virkan þátt. Bókasöfnin komi þá til með að sjá um dreifingu sérstaks kynningarefnis á sínu svæði með vefborðum, veggspjöldum og kynningarbæklingum en ennfremur verði vakin athygli á bókasöfnunum með skrifum fréttatilkynninga í blöðum og öðrum fréttamiðlum. Fyrir þetta átak verði útbúið sniðugt auglýsingaefni sem dreift verði sem víðast. Nefndin leggur til að útbúin verði bókamerki sem gegna einnig hlutverki stækkunarglers. Mjög líklegt er að slík bókamerki reynist mörgum notadrjúgt og ætti sér því lengri líftíma en önnur hefðbundin bókamerki. Bókamerkjunum yrði dreift á bókasöfnunum til viðskiptavina en einnig með kynningarbæklingi eða á annan hátt og mætti þá hugsa sér að samið yrði við eitthvert hinna stærri dagblaða sem eiga sér mikla útbreiðslu.
Hér fyrir neðan gefur að líta kostnaðaráætlun vegna kynningarátaks.
Uppsetningin sýnir annarsvegar verð fyrir grunnkynningu og hinsvegar tvennskonar auglýsingaherferðir.
GRUNNKYNNING
Tímafjöldi Alls
Hönnun á lógó og útliti 200.000
Uppsetning á kynningarefni – bæklingur 12 106.800
Vefborðar útbúnir 5 44.500
Fréttatilkynningar, skrif og ráðgjöf 30 267.000
Prentun á plaggötum (2 x 200 stk) 78.200 (án vsk)
Prentun á bækling, túristabrot x 5000 67.850 (án vsk)
Samtals 764.350 (án vsk)
AUGLÝSINGAHERFERÐ 1
Tímafjöldi Alls
Hönnun á lógó og útliti 200.000
Uppsetning á kynningarefni – bæklingur 12 106.800
Vefborðar útbúnir 5 44.500
Fréttatilkynningar, skrif og ráðgjöf 30 26.7000
Prentun á plaggötum (2 x 200 stk) 78.200 (án vsk)
Prentun á bækling, túristabrot x 5000 67.850 (án vsk)
Strætisvagnar-vinstri hlið, 30 vagnar í 2 vikur 228.850
Stækkunargler/bókamerki með prentun, m.v. 10.000 eintök og 136 kr Evran 540.500
Dagblaða- og útvarpsauglýsingar í kringum upphaf átaks
Vefborðar á auglýsingasíður (mbl.is, visir.is o.s.frv. )
Flott, sérhæft dreifiefni – sérhannað og skorið
Kynningarefni með viðburðum fyrir haustið/vorið (t.d. bæklingur)
Dreifðar auglýsingar um viðburði yfir árið
Samtals 3.390.500 (Án vsk)